ÉPI-LAST varanleg háreyðing

Epi Last

ÉPI-LAST varanleg háreyðing

ÉPI-LAST er byltingarkennd varanleg háreyðing með lífrænni ensím tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti. Að halda húðinni sléttri og hárlausri getur tekið langan tíma og mikla fyrirhöfn. Núverandi varanlegar háreyðingar aðferðir eru oft ekki hentugar fyrir allar húðgerðir og háraliti.

Víðtækar örverufræðilegar rannsóknir í Sviss hafa skilað nýstárlegri aðferð í varanlegri háreyðingarmeðferð sem hentug er fyrir alla:

ÉPI-LAST. BYLTINGARKENND HÁREYÐINGARMEÐFERÐ MEÐ LÍFRÆNNI ENSÍM TÆKNI.

Notuð eru náttúruleg ensím eins og þau sem þegar eru fyrir hendi í mannslíkamanum, Épi-Last er örugg og árangursrík aðferð til að fjarlægja varanlega óæskileg andlits- og líkamshár á lífrænum grundvelli. Þetta er mjög hentugt fyrir ákveðin svæði líkt og t.d. augabrúnir þar sem ekki er óhætt að meðhöndla það svæði með IPL og/eða leysir.

Óæskileg hár eru fjarlægð með sérstöku olíulausu Cristal vaxi, sem aðeins festist við hárin en ekki húðina. Ensímið Serumið fer inn í tóman hárpokann og umbreytir ,,germinative” frumum í amínósýru. Þessar amínósýrur fara síðan á skaðlausan máta gegnum sogæðakerfið. Þetta ferli tryggir að frumur sem bera ábyrgð á hárvexti geta ekki framleitt ný hár.

KOSTIR ÉPI-LAST

– Árangursrík fyrir allar húðgerðir.

– Árangursrík fyrir alla háraliti.

– Framúrskarandi lausn til að fjarlægja dúnkennd andlitshár.

– Hentar öllum svæðum líkamans.

– Épi-Last Ensím Serum auka ekki áhættu frá sólarljósi.

– Lífræn virk innihaldsefni.

– Án Parabena.

– Án olíu og krema.

– Enginn sársauki þegar Épi-Last Ensím Serum er borið á.

– Hagkvæmni í kostnaði, öruggari og virkari lausn en nokkur önnur háreyðingarmeðferð eða vörur.

HVERS VEGNA ÆTTI ÉG AÐ VELJA ÉPI-LAST?

Það er gríðarstór kostur sem Épi-Last hefur í samanburði við aðrar háreyðingar aðferðir og þann eiginleika að virka eingöngu á hárrót, ekki á litarefni. Þessi meðferð er því tilvalin fyrir fólk sem hefur mikið magn litarefna í húð sem/og fólk með lítið magn litarefna í hári.

HVAÐ ANNAÐ ÞARF ÉG AÐ VITA?

– Ekki raka eða vaxa milli meðferða. Hárið vex dekkra og grófara á þeim svæðum sem eru reglulega rökuð.

– Ekki nota ,,body lotion” eða svitalyktareyði daginn sem meðferðin er framkvæmd þar sem það getur lokað húðholunum.

– Notið ,,Intense Body Exfoliant” eða ,,Silk Face Exfolian” þremur dögum fyrir meðferð og í sjö daga eftir hverja meðferð.

– Notið ,,Regenerative Cream“ á húðina í sjö dag eftir meðferðina.

– Notið ,,Reduction Activator Cream” á milli meðferða til að veikja hárrótina og til að hámarka árangur.

– Mælt er með því að virða tímabil meðferða, hárið verður að vera að lágmarki 3 mm að lengd til að tryggt sé að það sé fjarlægt af rót.

– Að fá aðra meðferð áður en ráðlagður tími er kominn er alltaf möguleiki.

HVERNIG VIRKAR ÉPI-LAST?

Épi-Last Ensím Serum innihalda ,,kýmótrypsín” og ,,papain”, sem eru svipuð og meltingarörvandi ensím sem finnast í mannslíkamanum. Hársekkir sem eru ábyrgir fyrir hárvexti eru byggðir upp af próteini. Ensím Serumin brjóta niður ,,germinative” frumurnar og umbreyta þeim í amínósýrur svo að þær geti ekki framleitt ný hár. Amínósýran flyst síðan í gegnum sogæðakerfið á skaðlausan hátt. Klínískar húðprófanir hafa sýnt að Ensím Serumið hefur varanleg áhrif á hárpokann, sem gerir nýju hári ómögulegt að vaxa aftur.

HVERSU MARGAR MEÐFERÐIR ÞARF ÉG?

Það tekur ca. 10-15 meðferðir til að tryggja að hárpokinn framleiði ekki ný hár, en fyrstu sjáanlegu merki árangursins koma fram eftir ca. 4 skipti. Fjöldi meðferða fer eftir nokkrum þáttum :

– Meðferðarsvæðið og vaxtar hringrás hársins.

– Hormóna breytingar. Meðganga og tíðarhvörf geta valdið breytingum á hárvexti.

– Notkun lyfja. Ákveðin lyf geta valdið breytingum á hárvexti.

– Erfðaeiginleikum hárs.

HVERS VEGNA ÞARF ÉG NOKKRAR MEÐFERÐIR?

Épi-Last Ensím Serum getur aðeins brotið niður hárrótina þegar hárið er í vaxta fasa. Hvert hár fer í gegnum þrjú stig, en ekki eru allir hársekkirnir í vaxta áfanga á sama tíma. Þetta er ástæðan fyrir endurteknum meðferðum með viðeigandi millibili þar sem þarf að meðhöndla hvern hárpoka á réttu stigi. Eftir hverja meðferð vaxa hárin aftur en hægar, verða þynnri og er auðveldara að fjarlægja þau. Þú munt sjá sýnilegan árangur strax eftir fjórðu meðferð.