Varanleg förðun – tattoo

Varanlegfordun

Varanleg förðun er snilldarlausn til að líta betur út hvenær sem er dagsins eða sólarhringsins, ef því er að skipta. Þetta er leið sem margar konur kjósa.

Með því að setja varanlegan lit í augnlínu (efri og/eða neðri) er augnsvipurinn styrktur og skerptur. Hið sama gildir um varalínuna og vel er hægt að láta línuna liggja utan með vörunum til að þær sýnist fyllri.

Margar konur vilja fá varanlegan lit í augnabrúnir og ástæðurnar eru ólíkar. Sumar eru með gisnar augnabrúnir og vilja komast hjá því að fara oft í litun eða setja daglega lit í sjálfar. Í mörgum tilvikum vantar hluta brúna að einhverju eða öllu leyti og þá má bæta við það sem upp á vantar.

Þegar fólk gengst undir krabbameinsmeðferð þar sem hárið dettur af getur gert heilmikið að láta setja varanlegan lit í brúnir. Þá er gott að koma áður en öll hárin falla af til að sjá staðsetningu brúnanna, þannig að þegar og ef hárin koma aftur er staðsetningin fullkomin.

Við erum með viðurkenningu og vottun frá Heilbrigðiseftirlitinu.