TOUCH SKIN

Untitled 13

TOUCH SKIN er ný meðferð á Íslandi sem er hröð og áhrifarík leið til að glíma við óæskilega húð og húðgalla á andliti og líkama.

Svokölluð plasma orka er notuð við meðferðina en hún myndast þegar rafmagn, loft og fast form mætast. Þannig er hægt að minnka ummál húðar og fjarlægja óæskilega húð og húðgalla, bæði á andliti og líkama. Þegar að ummál húðarinnar minnkar, strekkist á henni og þannig er hægt að grynka á línum og minnka húð, t.d. á efra augnloki. Einnig er hægt að taka húðflipa, þurrka upp háræðar og taka öldrunar- og sólarbletti.

Kostir TOUCH SKIN.

Yfirleitt sést marktækur munur strax að meðferð lokinni.

TOUCH SKIN vinnur með þeim hætti að aðeins yfirborð húðarinnar er snert og því er ekki farið í gegnum húðina. Með notkun tækisins myndast rafbogi yfir húðinni eins og örsmá elding, sem skapar hita og óþarfa húðfrumur eru fjarlægðar.

Ný tækni TOUCH SKIN örvar einnig náttúrulegt lagfæringarkerfi líkamans og hraðar myndun nýrra fruma, kollagens og elastíns. Þegar yfirborðshúðfrumur eru fjarlægðar hefur það í för með sér að nýjar og frískar húðfrumur koma djúpt innan úr leðurhúðinni og ýta gamalli og skaddaðri húð á brott.

Nýjar húðfrumur mynda festu sem þéttir húðina þannig að slakir vefir, eins og við augun, þéttast og lyftast.

Nákvæm og örugg meðferð þar sem árangur sést strax.

  • Þróaðasta aðferðin sem ekki krefst skurðaðgerða í fegrunaraðgerðum.
  • Byggir augnlok upp á nýjan leik.
  • Mýkir línur og hrukkur.
  • Fjarlægir húðflipa og aldurstengda bletti.
  • Lagfærir háræðaslit.

TOUCH SKIN – bylting í tækni.

TOUCH SKIN er sérstaklega gagnleg aðferð þegar kemur að því að fjarlægja umframhúð sem myndast með aldrinum. Með henni er einnig hægt að fjarlægja húðbletti og húðflipa. Meðferðin gengur hratt fyrir sig og árangurinn sést strax.

TOUCH SKIN nálin jónar lofttegundir sem leiðir til lítilsháttar rafspennu á yfirborði húðarinnar. Þessi rafspenna veldur smávegis yfirborðsbruna og uppgufun vatns úr húðvef. Við þetta endurnýjast húðin.

Í kjölfar meðferðarinnar getur roði gert vart við sig en í flestum tilfellum er hann horfinn eftir u.þ.b. einn dag. Húðin getur einnig bólgnað örlítið en sogæðavökva er beint að svæðinu, sem er til meðferðar, til þess að hjálpa húðinni að ná bata. Einnig er notað deyfikrem.

Enduruppbyggingu augnloka náð með 3 meðferðum.

Misjafnt er hve margar meðferðir þarf og fer það eftir hversu mikla húð þarf að fjarlægja og/eða hversu djúpar línurnar eru sem þarf að meðhöndla.

Sem dæmi þá má reikna með þremur meðferðum til að minnka augnpoka.

Frábendingar við TOUCH SKIN.

Fólk, sem einhver eftirtalinna atriða á við um, ætti ekki að fá meðferð með Touch Skin, nema fyrir liggi skriflegt samþykki lækna.

  • Þjást af æðabólgu, segastíflu eða æðahnútum.
  • Er barnshafandi eða hefur eignast barn á síðustu 3 mánuðum.
  • Er með dreyrasýki eða lokaðar slagæðar.
  • Er með miklar bólgur (berkla) eða æxli.
  • Hafa farið í líffæraígræðslu, krabbameinsmeðferð eða glímt við aðra alvarlega sjúkdóma eða eru með hjartagangráð.