Förðun

Fordun

Við bjóðum upp á förðun við öll tækifæri og notum vörur úr Smashbox förðunarlínunni sem er okkar aðal- og aðalsmerki.

Létt förðun tekur um hálftíma og kvöldförðun með meiri skyggingu á augum tekur um klukkustund.

Brúðarförðun tekur líka um klukkustund og þá er lögð sérstök áhersla á að draga fram það fallega í útliti brúðarinnar og förðunin þarf að virka bæði í dagsbirtu og fram á kvöld. Við leggjum áherslu á að hitta tilvonandi brúður til að velja réttu litina.

Á brúðkaupsdag mælum við alltaf með að konan komi síðast í förðunina til að hún sé sem ferskust. Ný förðun er alltaf fallegust.