Tannhvíttun

Healthy Teeth And Smile

Tannhvíttun

Langflestir hafa eitthvað sem þá langar til að bæta í útliti sínu og hvítari tennur er eitt af því sem trónir efst á þeim lista hjá mörgum. Ástæðan er einföld. Hvítar og vel hirtar tennur gefa til kynna ákveðið heilbrigði og ferskleika og er tannhvíttun líklega ein einfaldasta og þægilegasta fegrunaraðferðin sem í boði er. Útkoman kemur auk þess skemmtilega á óvart og viðskiptavinir okkar fara hæstánægðir frá okkur.

Meðferðin sjálf er þægileg, tekur um 25-30 mínútur í rólegu umhverfi þar sem legið er í notalegum stól með mjúkt teppi og ljúfa tónlist. Okkar markmið er, eins og ávallt, að þeim sem heimsækja okkur líði sem allra best.

Áður en meðferð hefst finnum við út litinn á tönnunum þínum, á þar til gerðu litaspjaldi, og skoðum árangurinn eftir meðferðina. Algengast er að tennurnar lýsist um fjögur til sex birtustig, stundum meira.

Eftir meðferðina er mjög mikilvægt að fylgja vel leiðbeiningum okkar um fæðuval og tannburstun, til að hámarka árangurinn og viðhalda honum sem lengst. Allir sem koma í tannhvíttun til okkar fá góðar og ítarlegar leiðbeiningar með sér heim og við hvetjum þig til að fara eftir þeim því góður árangur viðskiptavina gleður okkur mest.

Við ráðleggjum þeim sem koma til okkar í meðferð að láta hreinsa tannstein hjá tannlækni ef þess er þörf.  

 

Fróðleiksmolar:

– Í grunninn er litur tanna okkar misjafn, sumir eru með hvítar tennur frá náttúrunnar hendi, en með tímanum er býsna algengt, jafnvel óumflýjanlegt, að þær dökkni og ástæðuna má rekja til munnhirðu, matar og drykkjar.

– Rauðvín, te og kaffi litar tennur og reykingar og matur sömuleiðis. Í þessum tilvikum getur tannhvíttunarmeðferð gert mjög mikið og útkoman kemur iðulega skemmtilega á óvart.

– Góð munnhirða felst í burstun tanna kvölds og morgna (oftar ef þörf þykir), notkunar tannþráðs og reglulegum heimsóknum til tannlæknis. Slíkt getur þó ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir að tennurnar taki lit með tíð og tíma.

– Smilebright meðferðin er gerð mjög víða erlendis á snyrtistofum og tannlýsingarefnið er viðurkennt sem snyrtiefni.

– Í meðferðinni er notað lýsingarefni sem borið er á tennurnar og LED-ljós notað til að flýta fyrir virkni efnisins.

– Eftirmeðferðin skiptir máli. Í þrjá sólarhringa frá meðferð ráðleggjum við þér að borða eins ljósa/hvíta fæðu og drykk og mögulegt er. Það er gert til að tennurnar nái að “jafna sig” og loka yfirborði sínu aftur.

– Þeir drykkir sem rétt er að forðast alveg í 72 klst eftir meðferð eru kaffi, te, rauðvín og dökkir eða svartir drykkir. Reykingar lita tennur hvað mest og því ætti að sleppa reykingum alveg í þrjá sólarhringa eftir meðferð.

– Engin viðkvæmni eða tannkul er í tönnunum eftir þessa meðferð.