Andlit

Young Woman Touching Her Face Isolated On White Background

Falleg húð er alltaf í tísku eða eins og segir í landi tækifæranna: „Beautiful skin is always in.“ Í því samhengi skiptir ekki máli hve gömul konan er og rétt að hafa í huga að margar konur verða fallegri með aldrinum.

Konur geta haldið húð sinni heilbrigðri og fallegri, miðað við aldur, með því að hugsa vel um hana. Umhirða húðarinnar er misjöfn eftir aldri en eitt gildir fyrir alla og það er að hreinsa hana og næra kvölds og morgna.

Við bjóðum upp á margar tegundir af andlitsmeðferðum og notumst aðallega við Guinot vörurnar sem hafa reynst árangursríkar til að byggja upp og viðhalda góðu ástandi húðarinnar.

Guinot meðferðir eru vinsælar og viðurkenndar um heim allan. Áratuga rannsóknir efnaverkfræðinga og lyfjafræðinga hafa skilað sér í víðtækri þekkingu og skilningi á húðinni og starfsemi hennar.

ANDLITSMEÐFERÐIR

Hydradermie

Hydradermie meðferðin er sú vinsælasta, ekki bara á stofunni okkar, heldur um heim allan. Þetta er mjög árangursrík djúphreinsi- og rakameðferð fyrir andlit, háls, bringu og húðina umhverfis augun.

Meðferðin hentar öllum aldurshópum því við notum mismunandi gel eftir þörfum hvers og eins.

Meðferðin gerir eftirfarandi:

  • örvar efnaskipti húðar sem leiðir til örari endurnýjunar frumna og húðin fær aukinn raka og mýkt
  • þéttir húðina og gefur henni fallegri áferð
  • djúphreinsar húðina og hefur skilað góðum árangri fyrir húð sem slæm er af bólum
  • stuðlar að rakajafnvægi og réttu sýrustigi húðar

Hydradermie lift

Hydradermie lift er einnig kölluð hin háþróaða andlitslyfting. Meðferðin byggist á vöðva- og sogæðaörvun ásamt andlits- og herðanuddi. Árangur meðferðar sést greinilega strax eftir eitt skipti en mælt er með að koma í sex skipti, tvisvar í viku í þrjár vikur. Árangurinn er frábær og konur sem kjósa þessa leið eru í langflestum tilvikum afskaplega ánægðar.

Meðferðin:

  • eykur stinnleika andlits- og hálsvöðva sem leiðir til sléttari húðar
  • gerir húðina stinnari og unglegri
  • eykur losun úrgangsefna húðvefja sem dregur úr þrota og baugum (sogæðakerfið örvast)
  • örvar hreinsunarkerfi húðarinnar sem leiðir til hraðari frumuskipta og endurnýjunar húðfruma

Kúlum er rennt yfir andlitið og við það örvast blóðrásin. Streita og spenna í húðinni minnkar og sindurefni taka að eyðast. Vöðvar eru styrktir varlega og í lokin er gefið notalegt andlitsnudd sem endurnærir, styrkir og sléttir húðina.

Meðferðin er ýmist 30 eða 60 mínútur.

Aromatic

Aromatic er meðferð sem hentar öllum og felst í afar þægilegu nuddi með sérstaklega virkum ilmkjarnaolíum. Til að koma til móts við hverja húðgerð fyrir sig er valið úr fimm ilmkjarnaolíublöndum og tíu plöntuseyðum. Samspil þeirra og plöntukrafta gera þessa meðferð mjög áhrifaríka.

Meðferðin tekur um 40-60 mínútur.

Sýrumeðferð

Finnst þér húðinni vanta smá orkuskot?

Þá mælum við eindregið með að þú prófir dásamlegu ávaxtasýrumeðferðina okkar.

Hér erum við með kröftuga og áhrifaríka meðferð sem hentar flest öllum.

Markmið ávaxtasýrumeðferðar er að auka endurnýjun húðar og virkja starfsemi hennar enn frekar, draga úr sjáanlegum aldursbreytingum og draga úr brúnum litabreytingum. Auk þess verður húðin frísklegri, fær aukna orku og aukinn ljóma!

Til að ná sem bestum árangri mælum við með að þú komir vikulega í þrjár vikur en vissulega getur það verið breytilegt eftir því hvert vandamálið er og metum við það útfrá hverjum og einum. Einnig eru ávaxtasýrurnar frábærar sem stök meðferð til undirbúnings og til að auka virkni annarra meðferða í framhaldi.

Ekki er æskilegt að koma í ávaxtasýrumeðferð ef þú ert nýlega búin að vera í sól eða stunda ljósabekki, einnig mælum við með því að þú sleppir ljósabekkjum og sért sem minnst í sól eftir meðferð. Þetta er vegna þess að húðin getur framkallað roða og viðkvæmni eftir meðferð. Ef þú ert úti og möguleiki á sól þá mælum við með því að þú berir á þig sólarvörn, ekki minni en SPF 30.

Einnig  mælum við með því að sleppa líkamsrækt sama dag og þú kemur í meðferðina og gott er að sleppa sundi fyrsta sólarhringinn í það minnsta.

Meðferðin sjálf tekur u.þ.b 45. mínútur og slakar þú á í rólegu umhverfi með notalega tónlist og leyfir okkur að dekra við þig á meðan.

Liftosome

Liftosome er stinnandi meðferð með kokteil vítamína og appelsínuþykknis sem húðin drekkur í sig vegna áhrifa leirkennds hitamaska.

Eftir hreinsun og milda djúphreinsun er vítamínþykkni borið á húð ásamt stinnandi kremi. Yfir það er sett grisja og því næst leirmaski sem hitnar þar til náð er 39 gráðum til að auka sog/innsíun húðar. Eftir að maskinn hefur verið fjarlægður er húðin nudduð upp úr stinnandi geli til að fullkomna stinnandi þátt meðferðarinnar.

Meðferðin tekur um 50 mínútur.

Húðslípun

Demantshúðslípun er vinsæl meðferð hjá okkur en við mælum helst með henni á haustin eða yfir vetrartímann. Húðin þéttist og fær sléttara yfirbragð og meðferðin gagnast vel á grófa og/eða örótta húð. Auk þess vinnur hún vel á fínum línum og kemur að miklu gagni fyrir þá sem eru með bólur.

Í húðslípun eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðarinnar. Með því móti eiga næringarefni greiðari leið ofan í húðina og nýtast því mun betur. Frumustarfsemin örvast og húðin endurnýjar sig hraðar. Meðferðina má endurtaka vikulega í nokkur skipti í samráði við okkur, allt eftir því á hverju verið er að vinna og laga.

Eftir að húðin hefur verið hreinsuð vel er hún slípuð. Því næst er valið serum sem hentar húðgerðinni og yfir það fer maski sem er hafður á í 10-15 mínútur. Að þeim tíma liðnum er maskinn tekinn af og krem, með góðri vörn, borið á húðina.

Meðferðin tekur um 50 mínútur.

Húðhreinsun

Húðhreinsun er meðferð sem hentar fólki á öllum aldri, frá 12-15 ára og upp úr. Húðin er hreinsuð og djúphreinsuð áður en hún er sett í gufu til að undirbúa hana fyrir kreistun sem er aðalþáttur meðferðarinnar.

Eftir kreistun er strokið yfir með viðeigandi andlitsvatni og maski settur á til að róa húðina og draga hana saman. Þetta er jafn mikilvægur þáttur og að kreista rétt því ekkert er verra en að skilja svitaholurnar eftir opnar því þá safnast þar óhreinindi jafn harðan aftur. Í lokin er valið gott krem og gefnar ráðleggingar um hvernig best er að hugsa um og næra húðina.

Meðferðin tekur um 60 mínútur.

Andlitsbað

Andlitsbað hentar öllum sem vilja notalegt dekur og uppbyggjandi næringu fyrir húðina. Ástand húðarinnar er metið og meðferð ákveðin eftir því.

Í andlitsbaði er byrjað að hreinsa og djúphreinsa húðina. Gufa er sett á í u.þ.b. 8 mínútur og óhreinindi hreinsuð ef þörf er á. Því næst er 20 mínútna andlits- og herðanudd þar sem hægt er að ná fullkominni slökun. Eftir það er settur á maski fyrir augnsvæði, hálsinn og andlit sem hafður er á í 10 mínútur í slökun og kyrrð. Maskinn er hreinsaður af og gott augn- og andlitskrem sett á í lokin.

Andlitsbað er klukkustundar dekur sem allar konur og karlar ættu að leyfa sér.

Nudd og maski

Hér er áherslan lögð á slökun og uppbyggingu húðar. Byrjað er á hreinsun, því næst er andlit og herðar nuddaðar í 20-25 mínútur og þá maski. Endað er á góðu augnkremi og viðeigandi andlitskremi.

Meðferðin tekur um 45 mínútur og margar konur velja þessa meðferð um leið og þær fara í litun og plokkun og þá tekur hún um 60 mínútur.