Örnálameðferð

Untitled 4

Örnálameðferð – Nýjung frá Casmara

Einstök nýjung frá Casmara, hluti af nýrri línu fyrirtækisins sem byggir á nýjustu tækni í andlitsmeðferðum. Þessi nýja tækni gefur enn meiri árangur en nokkur önnur örnálameðferð sem þekkt hefur verið hingað til. Meðferðin vinnur einstaklega vel á öldrunareinkennum húðarinnar og getur gefið árangur sem jafnast á við fegrunaraðgerðir með lágmarks inngripi og án aukaverkana.

Árangurinn er einstakur

Casmara Activator penninn er næsta kynslóð örnálameðferða og setur hann því í sérflokk hvað varðar virkni, nákvæmni, öryggi og árangur.

Í meðferðinni er virku efni sem inniheldur Hyaluronic sýru og vítamínum þrýst dýpra í húðina en við höfum áður náð að gera með örfínum nálum.  Þannig náum við að vinna djúpt í húðinni, örva náttúrlega endurnýjun hennar, auka myndun kollangens og elastins sem leiðir til þess að húðin verður þéttari og áferðarfallegri.  Í lok meðferðarinnar er settur róandi lúxus maski og svo nærandi krem.

 

 

 

 

 

 

Casmara býður upp á þrenns konar lífrænar meðferðir sem vinna á öldrun húðarinnar: “INSTAWHITE+, AGE REVERSE & RADIANCE VITAMIN”. Fyrrgreindar meðferðir ásamt örnálameðferðinni veita einstaklega góðan árangur. Allar innihalda þær hyaluronic sýru sem veitir húðinni einstaklega mikinn raka og eykur upptöku húðarinnar á virkum efnum sem gefur sýnilegan árangur jafnvel eftir fyrstu meðferð.

Árangur sést eftir eitt skipti en mælt er með að koma í 4-6 meðferðir og má aðeins endurtaka þennan kúr einu sinni á ári.  Við metum hvernig best er að haga meðferðunum eftir húðgerð viðskiptavinarins og gerum meðferðar áætlun sem hentar best fyrir hvern og einn viðskiptavin.  Tími á milli meðferða getur verið frá sjö og uppí fjórtán daga.

Eftir meðferðina getur húðin verið rauð og smá bólgin í einn til þrjá sólahringa, passa þarf að næra húðina vel á milli meðferða. 

Nokkur atriði um Casmara Activator pennann:

    1. Casmara Activator Pen vinnur beint ofan í húðina og er stjórnað með rólegum hreyfingum og mikilli nákvæmni.
    2. Meðferð með Activator Pen er mun öruggari og áhrifaríkari þökk sé lóðréttri virkni pennans og er hún síður til þess fallin að vera sársaukafull og/eða skilja eftir ör á húðinni.
    3. Með Activator Pen eru eins konar hrein og bein göng gerð í húðina sem veita þeim lífrænu efnum sem unnið er með greiða leið inn í húðina. Með þessari aðferð næst hámarks árangur.
    4. Þá þarf ekki að nota afl þegar Activator Pen er notaður sem gerir virknina mun nákvæmari. Þessi einstaka tækni gerir okkur kleift að nota hana á allt andlitið, meira að segja á viðkvæmari svæði andlits eins og efri varasvæði, augnsvæði og húðina í kringum nefið sem getur verið erfitt að meðhöndla með öðrum tækjum.
    5. Sjálfvirku birgðakerfi pennans er stjórnað á þann hátt að snyrtifræðingurinn getur borið virka efnið á húðina þar sem verið er að vinna þannig að ekkert af virka efninu fer til spillis. Snyrtifræðingurinn hefur því góðan tíma til þess að vinna efnið inn í húðina af mikilli nákvæmni.

Activator Pen er nákvæmari, öruggari, hreinlátari og áhrifaríkari en flestar aðrar örnálameðferðir jafnvel þó meðferðin verði að teljast minna inngrip.