Augnháralenging

Untitled 04

Langar þig að vakna ‘gordjöss’ á hverjum morgni? Með augnháralengingu verður það ekkert mál. Augnhárin eru límd eitt og eitt á þín eigin augnhár, þau eru aðeins grófari og kolsvört þannig að maskari verður algjörlega óþarfur, svo sveigjast þau upp á við þannig að það er eins og þau séu vel upp brett þegar þau eru komin á.

Útkoman verður glæsileg, þétt og uppbrett augnhár á einum og hálfum tíma!