Háreyðing – vax

Hareyding

Vaxmeðferð telst líklega seint til dekurmeðferðar en við leggjum okkur fram við að gera hana sem notalegasta. Við erum snöggar að þessu og nuddum svæðið aðeins á eftir með efnum sem kæla og róa húðina. Háreyðing hentar bæði dömum og herrum.

Svæði sem fólk kýs að láta vaxa eru:

  • fætur,
  • bikinísvæði,
  • undir hendur,
  • andlit,
  • augnabrúnir,
  • bak
  • bringa

Meðferðin tekur  20-60 mínútur.

Vinsældir á brasilísku vaxi hafa aukist töluvert undanfarin ár. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á slíka vaxmeðferð og leggjum okkur mikið fram við að gera meðferðina sem notalegasta og árangursríkasta. Til þess notum við pottavax sem er mjög gott fyrir viðkvæmari húð og grófari hár. Vaxið inniheldur olíu Að meðferð lokinni notum við efni sem róa og sefa húðina. Það er markmið okkar að viðskiptavininum líði sem best hjá okkur og að hann fái góðar og gagnlegar ráðleggingar varðandi þær meðferðir sem hann fær hverju sinni og á það ekki síst við eftir brasilískt vax.

Meðferðin tekur 30 mínútúr.