Neglur – styrking og/eða lenging

Neglur

Til að framlengja eða styrkja neglurnar notum við náttúrulegt efni frá Suður Afríku sem nefnist Bio Sculpture. Kosturinn við þetta gel er að það sveigist með nöglinni, styrkir hana og er alveg glært svo neglurnar verða ekki þykkar, heldur eðlilegar að lit og þykkt.

Einnig erum við að vinna með Magnetic gelið, með því er bæði hægt að styrkja og lengja neglurnar. Gel lökkin fá Magnetic eru frábær og notum við þau mikið.

Margar konur velja að styrkja neglurnar með geli og það snýst ekki alltaf um að hafa þær langar, heldur jafnar og fallegar. Þegar gelið er komið á þurfa neglurnar lítið viðhald en við mælum með endurkomu á fjögurra vikna fresti.

Það má reikna með 90 mínútum í að setja framlengingu og french manicure. Það tekur 45-60 mínútur að setja styrkingu með frence manicure. Og þegar þær eru lagfærðar tekur það um klukkustund.

Vilji konur láta fjarlægja gelið er hægt er að koma á stofuna og fá það leyst af. Með því að gera það stuðlum við að heilbrigði náttúrulegu naglanna og það ætti að forðast í lengstu lög að kroppa gelið af eða þjala í burtu því þá geta neglurnar verið lengi að jafna sig. Eftir að gelið hefur verið fjarlægt fær konan handsnyrtingu og fer út með snyrtilegar og vel nærðar neglur.

Meðferðin tekur um 60 mínútur.