Það hefur oft verið sagt að stofan okkar sé lítil og kósý. Við erum mjög sáttar við það og leggjum metnað í að viðskiptavinir okkar upplifi hverja komu sem dekur. Ef viðskiptavinum líður vel hjá okkur þá er tilganginum náð. Við leggjum okkur fram við að héðan gangi þeir út endurnærðir á líkama og sál, svolítið ánægðari en þegar þeir komu, og hlakki til að koma aftur.
UM OKKUR

STARFSFÓLK

Erna Gísladóttir
Snyrtifræðimeistari - eigandi
Erna er snyrtifræðimeistari, eigandi stofunnar og naglafræðingur. Hún var í sveinsprófsnefnd í snyrtifræði árið 2006-2011.

Alda Björg Karlsdóttir
Snyrtifræðimeistari og yfirmaður stofunnar
Alda er snyrtifræðimeistari, nagla- og förðunarfræðingur. Alda lauk meistaranámi 2008 og var í 4 ár í sveinsprófsnefnd.

Eyrún Þorleifsdóttir
Snyrtifræðimeistari
Eyrún er snyrtifræðimeistari og rak sína eigin stofu í nokkur ár. Hóf störf hjá okkur haustið 2017.

Lára Huld Ólafsdóttir
Snyrtifræðingur
Lára er snyrtifræðingur og útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2013.

Sigrún Guðmundsdóttir
Snyrtifræðingur
Sigrún er snyrtifræðingur og útskrifaðist frá Snyrtiakademíunni árið 2014.

Una M. Nikulásdóttir
Snyrtifræðingur og naglafræðingur
Una er snyrtifræðingur og útskrifaðist árið 2010. Hún er líka naglafræðingur og hefur unnið við það síðan 2007.

Aníta Lence
Snyrtifræðingur
Aníta útskrifaðist með hæðstu einkunn af snyrtifræðibraut FB í maí 2019. Hún hefur verið í hópnum okkar síðan í september 2018.

Halla Sunna Erlendsdóttir
Snyrtifræðinemi
Halla Sunna kom í hópinn okkar í desember 2018 og er nú á nemasamningi.

