UM OKKUR

Það hefur oft verið sagt að stofan okkar sé lítil og kósý. Við erum mjög sáttar við það og leggjum metnað í að viðskiptavinir okkar upplifi hverja komu sem dekur. Ef viðskiptavinum líður vel hjá okkur þá er tilganginum náð. Við leggjum okkur fram við að héðan gangi þeir út endurnærðir á líkama og sál, svolítið ánægðari en þegar þeir komu, og hlakki til að koma aftur.

STARFSFÓLK

Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir

Snyrtifræðimeistari og fótaaðgerðafræðingur

Ásdís rak sína eigin stofu í 20 ár, bættist í hópinn okkar 2017.

  Erna Gísladóttir

  Snyrtifræðimeistari - eigandi

  Erna er snyrtifræðimeistari, eigandi stofunnar og naglafræðingur. Hún var í sveinsprófsnefnd í snyrtifræði árið 2006-2011.

   Eva Karen Ástudóttir

   Snyrtifræðingur

   Eva Karen er snyrtifræðingur og hefur unnið á snyrtistofunni frá því hún útskrifaðist af snyrtifræðibraut FB 2013.

    Gurrý Jónsdóttir

    Snyrtifræðingur

    Gurrý útskrifaðist frá FB árið 2013 og lauk sveinsprófi í janúar 2017. Í millitíðinni eignaðist hún Evu Malen sem er tveggja ára.

     Sólrún Þórðardóttir

     Snyrtifræðingur

     Sólrún útskrifaðist frá Snyrtiakademíunni 2016 og hóf störf á stofunni að námi loknu.      

      Steinunn María Gísladóttir

      Naglafræðingur

      Steinnunn er naglafræðingur og hefur einnig sérhæft sig í augnháralengingum.

       Eyrún Þorleifsdóttir

       Snyrtifræðimeistari

       Eyrún er snyrtifræðimeistari og rak sína eigin stofu í nokkur ár. Hóf störf hjá okkur haustið 2017.

        Lára Huld Ólafsdóttir

        Snyrtifræðingur

        Lára er snyrtifræðingur og útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2013.

         Alda Björg Karlsdóttir

         Snyrtifræðimeistari

           Alda er snyrtifræðimeistari, nagla- og förðunarfræðingur. Alda lauk meistaranámi 2008 og var í 4 ár í sveinsprófsnefnd. Alda er í leyfi.

          Ásta Mareksdóttir

          Snyrtifræðingur

          Ásta er snyrtifræðingur og hefur unnið á stofunni frá því að hún útskrifaðist af snyrtifræðibraut FB 2016. Ásta er í fæðingarorlofi.

           Hildur Árnadóttir

           Snyrtifræðingur

           Hildur er snyrtifræðingur og stundar nám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Hún ætlar að vera með okkur í sumar.

            Jóna Svandís Halldórsdóttir

            Snyrtifræðimeistari

            Jóna er snyrtifræðimeistari og hefur starfað á stofunni frá 2013. Jóna er í fæðingarorlofi.