Brúnka

Brunka

Það er mikið ánægjuefni hve margir virðast orðnir meðvitaðir um skaðleg áhrif sólarinnar á húðina og hafa dregið verulega úr sólböðum og ljósabekkjanotkun. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar húðin hefur þennan gyllta ljóma sem við sækjumst eftir með sólböðum, þá erum við ánægð með okkur.

Með því að fá brúnku spreyjað á líkamann er hægt að ná sér í jafnan og fallegan húðlit sem endist í nokkra daga, okkur að skaðlausu. Þetta er vinsælt þegar fólk er á leið á árshátíð, reunion, ball eða hvað sem er og sumir koma í hverjum mánuði, jafnvel vikulega. Hægt er að spreyja allan líkamann eða bara efri partinn, liturinn kemur strax og eykst næstu klukkustundir á eftir.

Við mælum með því að ef stefnan er tekin á ball eða hitting, þá komir þú í spreyið daginn fyrir svo þú lendir ekki í því að vera að dökkna allt kvöldið.

Kvöldið fyrir brúnkumeðferð mælum við með því að bursta húðina vel með grófum bursta eða kornakremi til að fjarlægja dauðar húðfrumur og næra húðina vel á eftir með kremi. Með þessu lengjum við tímann sem liturinn er á húðinni og hann verður jafn og fallegur.

Daginn eftir er nauðsynlegt að fara í sturtu og bera daglega á sig krem svo liturinn endist lengur. Liturinn endist oftast í 4-5 daga og gott er að nota kornakrem til að taka restina af litnum af eftir þann tíma.