Augu

Margir vilja fá fastan lit í augnhár og/eða -brúnir. Við gætum þess alltaf að vera með nýjan festi til að tryggja hámarksárangur og endingu á litnum.

Það er mikilvægt að velja lit og ákveða mótun augabrúna í samráði við viðskiptavininn og rétt að gefa sér góðan tíma í það. Lögun augabrúna er oft háð tískunni en það hefur yfirleitt gefist best að fara ekki langt frá náttúrulegri lögun.

Við plokkum eða vöxum augabrúnasvæðið eftir því sem við á og endum alltaf á því að bera gott krem á augnsvæðið.

Meðferðin tekur um 30 mínútur.