Göt í eyru

Listen

Hver man ekki eftir því þegar vinkonuhópurinn tók Sandy í yfirhalningu í myndinni Grease og partur af skvísulúkkinu fólst í því að fá göt í eyrun. Þótt liðin séu þrjátíu ár eru göt í eyrun enn jafn vinsæl, en við hvetjum fólk til að leita til fagmanna.

Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma og panta með góðum fyrirvara, því götin erum við flest með alla ævi. Í dag eru lokkarnir með mjórri pinna og götin minni en áður, sem gerir þetta sársaukaminna.

Við bjóðum upp á eyrnalokka í miklu úrvali, en fyrstu sex vikurnar er mikilvægt að vera með sömu lokkana, þar til öruggt er að sárið hefur gróið. Ekki má fara í sund fyrstu þrjá sólarhringana og þá má alls ekki koma við með höndunum. Við miðum við 18 ára aldurstakmark nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.