Fyrir karlmenn

Karlar

Það er skemmtilegt að sjá hve karlmenn eru orðnir meðvitaðir um útlit sitt og vilja, rétt eins og konur, vera með hreina og fallega húð, snyrtilegar hendur og heilbrigða fætur. Til að byrja með er það oft feimnismál fyrir karlmenn að fara á snyrtistofu en við tökum vel á móti þeim og feimni rjátlast af þeim um leið. Margir bóka næsta tíma um leið og þeir ganga út, því þegar þeir hafa kynnst munaði eins og vel snyrtum fótum er ekki aftur snúið 🙂

Við hóp viðskiptavina okkar hér á Snyrtistofunni bætast sífellt fleiri kalmenn sem er umhugað um útlit sitt.

Algengustu meðferðirnar sem karlmenn koma í hjá okkur eru:

  • húðhreinsun
  • fótsnyrting
  • vaxmeðferðir
  • litun á augnahár og brúnir

Til  gamans má geta að karlmenn geta setið með strípuhettu á hárgreiðslustofu útí glugga og þykir það ekkert mál.