Persónuvernd

Persónuverndarstefna snyrtistofangardatorgi.is gildir um allar þær persónugreinanlegar upplýsingar sem snyrtistofangardatorgi.is kann að safna gegnum vefinn snyrtistofangardatorgi.is eða með öðrum rafrænum samskiptum.

Persónuverndarstefna snyrtistofangardatorgi.is hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ná ekki til lögaðila.

snyrtistofangardatorgi.is hefur persónuvernd og öryggi að leiðarljósi í allri meðferð upplýsinga um viðskiptavini sína og ber ábyrgð á þeim gögnum sem vefsíðan safnar.

snyrtistofangardatorgi.is selur aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína.

snyrtistofangardatorgi.is leitast við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína. Gildir það um heimsóknir á vefinn snyrtistofangardatorgi.is og önnur rafræn samskipti.

Þú getur lesið þér til um grundvallarhugtök laganna á vef Persónuverndar.

 

Hvernig safnar snyrtistofangardatorgi.is upplýsingum um þig?

Þegar þú nýtir þér snyrtistofangardatorgi.is verða til upplýsingar um heimsókn þína.

  • Dæmi um upplýsingar sem verða til við heimsókn þína eru landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert stödd/staddur), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.

Án þessara upplýsinga er hugsanlegt að virkni vafrans og upplifun af notkun hans verði lakari.

 

Hvað notar snyrtistofangardatorgi.is til þess að safna upplýsingum?

Vefur snyrtistofangardatorgi.is er í vefumsjónarkerfinu WordPress. WordPress hefur innleitt vinnuferla hjá sér í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

snyrtistofangardatorgi.is notar Jetpack til vefmælinga og gæðaeftirlits. Með Jetpack er meðal annars hægt að fylgjast með gæðamálum á vefnum, skoða hvort hlekkir eru brotnir og hvort vefurinn uppfylli kröfur um aðgengi.

snyrtistofangardatorgi.is notar Google Analytics til vefmælinga. Í gegnum það eru ýmis atriði skráð eins og tími heimsókna á vefinn, dagsetning, gerð tækis, vafra og stýrikerfis.

snyrtistofangardatorgi.is notar vafrakökur (e. cookies) og þegar þú smellir á „Ég samþykki“ ertu að leyfa okkur að nota vafrakökur.

 

Skilmálar vafrakaka

Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Almennt eru vafrakökur notaðar til bæta viðmót síðunnar og til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar.

Með því að samþykkja skilmála um notkun á kökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar eins og t.d.:

 

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
  • Lengd innlita gesta
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

 

Af hverju notar snyrtistofangardatorgi.is vafrakökur?
Með notkun kaka öflum við vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur skoða og getum því aðlagað vefinn betur að þörfum þeirra. Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Umferð á vefinn eru mæld með Google Analytics. Það þýðir að skráður er tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur valið í útfyllingu á eyðublaði á meðan hann er tengdur vefsvæðinu, þær kunna einnig að vera notaðar í öryggisskyni. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.

 

Hvernig er hægt að eyða vafrakökum?
Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafrans. Ólíkt er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar hjá þér. Skrefin við að eyða vafrakökum eru ólík eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hvernig vafrakökur virka og hvernig hægt er að komast hjá notkun þeirra á þessari vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/

 

Réttur þinn

Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.

Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur þú sent okkur tölvupóst.