Margir vilja fá fastan lit í augnhár og/eða -brúnir. Við gætum þess alltaf að vera með nýjan festi til að tryggja hámarksárangur og endingu á litnum.
Það er mikilvægt að velja lit og ákveða mótun augabrúna í samráði við viðskiptavininn og rétt að gefa sér góðan tíma í það. Lögun augabrúna er oft háð tískunni en það hefur yfirleitt gefist best að fara ekki langt frá náttúrulegri lögun.
Við plokkum eða vöxum augabrúnasvæðið eftir því sem við á og endum alltaf á því að bera gott krem á augnsvæðið.
Meðferðin tekur um 30 mínútur.
Lash Lift
Ertu orðin þreytt á þurfa nota augnhárabrettarann á hverjum degi?
Þá gæti lash lift verið hin fullkomna meðferð fyrir þig.
Eins og orðið gefur til kynna þá erum við að lyfta augnhárunum, einnig geta augnhárin oft snúið í allar áttir og með meðferðinni náum við að rétta þau við. Með þessu náum við að skerpa vel á augnsvipnum og ramma andlitið fallega inn.
Lash Lift meðferðin endist að jafnaði í 6-8 vikur og getur hentað öllum. Meðferðin er algjörlega fullkomin fyrir þá sem kjósa eða geta ekki notað maskara.
Í meðferðinni litum við augnhárin létt en annars er þér velkomið að koma þremur dögum fyrir meðferð og fá fulla litun eða þremur vikum eftir lash lift meðferðina.
Meðferðin sjálf tekur u.þ.b 75. mínútur og ætti að vera alveg sársaukalaus. Á meðan slakar þú á hjá okkur í rólegu umhverfi með notalega tónlist og leyfir okkur að dekra við þig á meðan.
Til að tryggja hámarksárangur þá eru nokkrir hlutir sem þarf að varast fyrir og eftir meðferð.
- Við mælum eindregið með að vera án maskara 24.tímum fyrir meðferð til þess að tryggja að ekki sitji eftir agnir af maskara þegar meðferð hefst.
- Fyrstu 24.tímana eftir lash lift meðferð máttu ekki nota neina olíu eða vörur sem innihalda olíur í kringum augnsvæðið.
- Einnig skaltu forðast að fá vatn og gufu á andlitið 24.tímum eftir meðferð.
- Ekki nota maskara fyrr en 24.tímum eftir meðferð.
- Það þurfa að líða þrír dagar að lágmarki frá fullri litun og að meðferð, einnig þurfa að líða þrjár vikur að lágmarki frá meðferð og að næstu litun.
- Ýmiskonar hormónameðferðir og augnkvillar geta haft áhrif á endanlega útkomu og endingu.
Við framkvæmum ekki Lash Lift meðferð ef þú ert með einhverskonar augnsýkingu.
Ef þú hefur nýlega farið í tattoo á andliti eins og á brúnum eða augnlínu þá þarf það að vera búið að gróa að fullu áður en þú kemur í meðferð.
Ef þú hefur farið nýlega í aðgerð á augum eða þar í kring þarf það sömuleiðis að vera búið að gróa áður en þú kemur.
Munum bara að falleg augu detta aldrei úr tísku.