Tjöldum öllu til og gerum þetta með stæl!

71a47c29f02e7653.jpg

Þetta er tími reunion-a og það fylgir því ákveðinn fiðringur að hitta fólkið sem maður var með í skóla í gamla daga. Spenningur yfir að sjá „liðið“ og hvernig allir eru, eftir kannski áratug eða meira, vekur upp tilhlökkun í bland við smá stress. Langflestir vilja líta sem best út og öllu er tjaldað til svo maður tilheyri örugglega ekki  „vááá hvað hún er orðin konuleg…“ hópnum.

Eitt er hægt að gera og er bráðsnjallt, en það er að taka húðina í smá meðferð. Til dæmis að fara á snyrtistofu og fá djúsí andlitsbað og/eða taka kúr með þykkni eða serumi eins og snyrtifræðingarnir kalla það.

Í þykkni hefur verið safnað saman kröftugum orkugjöfum sem örva starfsemi húðarinnar.
Við höldum áfram að sækja fróðleik til Ernu Gísladóttur á Snyrtistofunni Garðatorgi. Hún segir serum aldrei geta komið í staðinn fyrir neitt, heldur sé það viðbót, hvort sem við viljum:

  • auka raka húðarinnar
  • draga úr fituframleiðslu
  • auka stinnleika
  • afmá þreytumerki
  • hindra ótímabæra öldrun
  • eða bara líta miklu betur út og verða ferskar

Serum er borið á húðina kvölds og morgna, mánuð í senn, undir dag og næturkrem og konur eru sammála um að árangurinn er sjáanlega góður.  Margar konur nota serum stöðugt og þegar maður fer að pæla í því… hvers vegna að hætta að nota eitthvað sem lætur okkur líta enn betur út ? Við erum jú alltaf að rekast á einhvern úr fortíðinni!

Serum er hægt að fá í öllum helstu snyrtivörulínum.

Birtist á Pressunni – Katrín Brynja Hermannsdóttir.