Stofan mín – Snyrtistofan Garðatorgi

Hildur

Ég er búin að vinna á Snyrtistofunni Garðatogi í rúmt ár. Nú er ég hins vegar að kveðja stofuna og er byrjuð í viðskiptafræði í HR. Mig langar aðeins að gefa stofunni smá Shout Out áður en ég fer, (ég er samt ekki alveg farin, ég mun koma smá í jólafríinu mínu;)).

Eins og ég sagði þá er ég búin að vinna á þessari stofu í rúmt ár eða síðan í júní í fyrra en þá útskrifaðist ég úr Snyrtiskólanum og byrjaði sem nemi. Ég kláraði nemasamninginn minn núna í maí og fór í sveinspróf og er núna útskrifaður snyrtifræðingur. Ég trúi varla að ég sé búin að vinna þarna í ár en ég er búin að eiga alveg yndislegan tíma þarna. Notalegheit og fagmennska eru aðalsmerki stofunnar og ég myndi segja að það næði að skila sér vel en maður dempast einhvernveginn alltaf niður þegar maður kemur inn og manni líður mjög vel.

Það sem mér finnst standa uppúr eru viðskiptavinirnir en það er alveg magnað hvað maður getur náð að tengjast fólki. Ég er komin með fastakúnna sem ég myndi beinlínis kalla vinkonur mínar. Ég er spennt að hitta þær, gefa þeim update frá mér og heyra það nýjasta sem er að gerast hjá þeim. Þessar vinkonur eru á öllum aldri, alveg frá 14 og uppí 85+ sem er alveg magnað. Allra skemmtilegast fannst mér þó að hitta ykkur elsku lesendur! Ég elskaði þegar þið létuð mig vita að þið hefðuð pantað tíma og væruð væntanlegar! Dásamlegt að fá að kynnast ykkur.

Ég elska líka hvað það er margar meðferðir í boði, það getur gert vinnudaginn svo fjölbreyttan þó það séu auðvitað alltaf einhverjar meðfeðir sem eru vinsælli en aðrar og þá væntanlega meira af þeim. Á stofunni eru m.a í boði virkilega flott andlitsböð þar sem notuð eru rafmagnstæki, augnháralengingar, brúnkusprautun, varanlegt epi-last vax og tannhvíttun svo eitthvað sé nefnt. Svo er auðvitað allt þetta klassíska í boði hjá okkur, litun og plokkun, handsnyrting, fótsnyrting, vax og fleira.

Hlutverk okkar á stofunni er auðvitað að finna bestu mögulegu meðferð fyrir viðkomandi og stuðla að vellíðan allan tímann á meðan á meðferð stendur.  Við elskum að dekra við ykkur.

Vinsælasta meðferðin hjá okkur myndi ég segja að væri augnháralenging. En þar erum við mjög framarlega. Vinsældir augnháralenginga eru alltaf að aukast, sem er kannski ekkert skrítið því það er algjör lúxus að vakna gorgeus á hverjum morgni. Margir halda að augnháralengingar skemmi augnhárin en það gerist ekki ef þetta er rétt gert. Við límum stök hár á   þín eigin stöku augnhár. Þannig þegar þín náttúrulegu augnhár endurnýja sig þá detta gerviaugnhárin með af. Þín eigin augnhár endurnýja sig á þremur mánuðum svo þetta á ekki að hafa nein áhrif á hárvöxtinn.

Ég meina það alveg frá hjartanu þegar ég segi hvað ég sé heppin að hafa fengið að þroskast sem snyrtifræðingur á þessari stofu. Ég hefði aldrei trúað því að maður gæti lært svona mikið á stofu en stofan er í raun miklu mikilvægari en skólinn sjálfur að mínu mati. Það var tekið utan um mig frá degi eitt og ég hef fundið fyrir hlýju á hverjum degi síðan.

Hægt er að bóka tíma hjá okkur á netinu sem er svaka þægilegt.

Birtist á bloggsíðu Hildar Árnadóttur – hér má skoða bloggsíðu Hildar