BIOEFFECT Power andlitsmeðferð er 60 eða 90 mín. andlitsmeðferð þar sem einungis eru notaðar hinar hreinu íslensku BIOEFFECT vörur.
Meðferðin hentar öllum húðgerðum og kynjum og þá sérstaklega þroskaðri húð eða sem fyrirbyggjandi meðferð.
Nýja EGF Power Serumið er í aðalhlutverki í meðferðinni en þessi nýja formúla styrkir ysta varnarlag húðar, jafnar húðlit og vinnur á sjáanlegum öldrunarmerkjum eins og hrukkum, litamisfellum og þurrki.
Þessi meðferð er einstök því hún sameinar margar meðferðir, þar sem í einni meðferð er notast við: vatnsslípun, hljóðbylgjur og kælimeðferð. Í 90 mín. meðferðinni er svo aukalega 20 mín. dásamlegt nudd ásamt RF straumi (lyfting).
Meðferðin byrjar á vatnsslípun (Hydradermabration) sem er ný tækni og ekki eins ágeng á húð og aðrar slípanir (vatnsslípun sameinar kraft íslenska vatnsins og súrefni til að fjarlægja óhreinindi úr húðholum). Óhreinindi og dauðar húðfrumur eru hreinlega soguð burt af yfirborði húðar. Við vatnsslípun örvast einnig blóðflæði og framleiðsla kollagens. Öll starfssemi húðar virkjast og hrein húðin tekur einstaklega vel við virkum efnum BIOEFFECT í kjölfarið.
Hljóðbylgjur (ultrasound) eru síðan notaðar til að þrýsta þessu undraefni, EGF power seruminu, niður í dýpstu húðlög sem stuðlar að endurnýjun og framleiðslu í húðinni. Hljóðbylgjur vinna einnig á bólgum og þrota í húð ásamt því að stinna og gefa húðinni mýkt.
Vatnsslípun og hljóðbylgjur örva blóðflæði húðar, en með Imprinting Hydrogel maskanum notum við kælimeðferð. Með því að nota hita/kæli meðferð aukum við enn meira á áhrif meðferðarinnar ásamt því að róa húð og loka húðholum í lok meðferðar.
Við 90 mín. EGF Power Serum meðferðina bætist svo við RF straumur eða húðþétting sem lyftir og gefur unglegra útlit ásamt 20 mín. dásamlegu nuddi sem eykur enn á slökun og vellíðan.