Netverslun

Gjafakort – Ultrasound andlitsmeðferð

23.900 kr.

Magn

Ultrasound hljóðbylgjur – Húðþéttandi og styrkjandi meðferð

Flest öll vitum við að með aldrinum minnkar kollagenframleiðsla húðarinnar og þar af leiðandi missir hún teygjanleika sinn.

Hér höfum við mjög áhrifaríka og húðþéttandi meðferð þar sem notast er við hljóðbylgjur til að lyfta, þétta og styrkja húðina ásamt því að auka innsíun húðar. Hljóðbylgjurnar berast niður í dýpstu húðlögin og þannig náum við að örva endurnýjun og kollagen framleiðslu húðarinnar að nýju.

Í þessari meðferð notum við líka hyaluronsýru og sérstakt húðþéttingar serum sem við þrýstum niður í húðina með hljóðbylgjunum.

Ásamt því að styrkja og þétta húðina þá vinna hljóðbylgjurnar einnig á bólgum og þrota í húðinni.

Hljóðbylgjurnar örva sogæðarnar og losa um sogæðavökva sem safnast hefur fyrir í húðinni og við það losum við um bólgur og þrota.

Þessi meðferð hentar öllum húðgerðum og fullkomin fyrir þá sem upplifa að húðin hafi misst teygjanleika sinn.

Hægt er að koma í stakt skipti en bestur árangur fæst ef tekinn er kúr sem samanstendur af sex skiptum, tvisvar í viku, í þrjár vikur.