Netverslun

Gjafakort – Intraceuticals súrefnismeðferð

25.900 kr.

Magn

Intraceuticals Infusion er áhrifarík fegrunarmeðferð sem beinist að því að bæta á náttúrulegar rakabirgðir húðar, minnka og jafna línur og djúpar hrukkur í andliti og á hálsi án þess að húðin sé rofin með hníf eða nál.

Rakastig húðar er aukið verulega, ekki bara á yfirborðinu heldur einnig í neðri lögum hennar með því að þrýsta hyaluronic sýru (sem er fjölsykrusýra) og vítamínum niður með þrýstingi frá súrefni. Hyaluronic sýran bindur vatn í húðinni, gefur henni þéttleika og lyftingu.

Í þessa meðferð eru notuð tvö efni: Atoxeline, sem eingöngu er sett í svipbrigðalínur og Rejuvenate sem er notað á allt andlitið og hálsinn. Þar að auki eru til lýsandi og hreinsandi meðferðir.

Vélin sem notuð er vinnur hreint súrefni úr andrúmsloftinu. Með súrefninu er hyaluronic sýrunni og nauðsynlegum vítamínunum komið í neðri lög húðarinnar þar sem krem og serum komast ekki undir venjulegum kringumstæðum.

Meðferðin kemur af stað ákveðnu yngingarferli í húðinni sem viðhaldið er og aukið með vörum sem notaðar eru heima dags daglega. Húðin verður að fá vítamínskot á hverjum degi, þar sem bætt er á náttúrulegar rakabirgðir hennar.

Meðferðin tekur um 60 mínútur.