Netverslun

Gjafakort – Fótsnyrting

14.100 kr.

Magn

Þegar vel er hugsað um fætur líður okkur betur og það á jafnt við bæði konur og karla. Fótsnyrting er notalegt dekur sem veitir samstundis vellíðan fyrir fæturna og gaman að því hve karlmenn eru orðnir ófeimnir við að leita til fagfólks, líkt og konur hafa gert um langt skeið. Margir vilja halda þessu í lagi allt árið um kring og finnst gott að koma mánaðarlega.

Byrjað er á að setja fætur í volgt fótabað með sérstöku salti sem mýkir og hreinsar. Því næst er sigg fjarlægt, neglur klipptar og þjalaðar og naglaböndin snyrt.  Alltaf er endað á góðu fótanuddi upp úr mýkjandi og nærandi kremum.  Þær konur sem kjósa lakk geta valið um glært eða fengið lökkun í lit og koma þá með sitt lakk eða geta að sjálfsögðu valið úr miklu litaúrvali hjá okkur til kaups.

Meðferðin tekur 60  mínútur og á meðan er hægt að skoða blöð, fá sér kaffi og gott súkkulaði eða bara slaka á undir notalegu teppi.