Guinot

Guinot

Okkar aðalmerki er hið franska Guinot. Þetta eru bæði vörurnar sem við notum í meðferðum á stofunni og vörur sem  viðskiptavinir okkar geta keypt til að nota heima, þannig viðhalda þeir og auka árangurinn af því sem gert hefur verið á stofunni. Guinot er aðeins hægt að kaupa á snyrtistofum. Fyrirtækið René Guinot var stofnað af efnaverkfræðingnum René Guinot og konu hans sem var snyrtifræðingur. Guinot hafði uppgötvað árið 1930 við störf sín sem efnaverkfræðingur að mögulegt var að djúphreinsa húð tl að auðvelda virkum efnum að ná dýpra niður í húðina.

Árið 1972 var René Guinot fyrirtækið selt til Jean-Daniel Mondin sem er doktor í lyfjafræði. Ein afurð fyrirtækisins, kremið Longue Vie Cellulaire, var doktorsverkefni hans sem hann þróaði á brunadeild háskólasjúkrahúss í París.

Vörurnar eru mjög virtar og í dag eru um 9000 snyrtistofur í yfir 50 löndum sem bjóða upp á Guinot meðferðir og vörur.

Guinot greinir snyrtivörur sínar í þrjá flokka:

  • viðgerðarlínu
  • viðhaldslínu
  • viðbótarlínu

Viðgerðarlína

Viðgerðarlínan meðhöndlar afleiðingar.  Þessi lína er ákjósanleg til að meðhöndla húð sem er undir álagi. Húð sem er sjáanlega í vandræðum til dæmis herpt af þurrki, sviða og/eða stingjum. Viðgerðarlínu á ekki að nota skemur en í einn mánuð og mælt er með að viðhalda árangri og fyrirbyggja með viðhaldslínu.

Viðhaldslína

Viðhaldslína meðhöndlar uppruna og er fyrirbyggjandi.

Þessi lína er djúpvirkandi og meðhöndlar orsakir fyrir einkennum húðar til að fyrirbyggja að úr verði vandamál sem getur leitt til óþæginda. Til dæmis ef um þurra húð er að ræða, þá vinnur hún að því að næra hana svo hún verði ekki herpt og fari að flagna.

Í viðhaldslínu eru mjög virk efni sem hvetja frumustarfsemina áfram. Kremin eru létt í sér til að auðvelda uppsog húðarinnar á virkum efnum í kremunum. Kremin eru ætluð til notkunar allt árið um kring.

Viðbótarlína

Viðbótarlína er ætluð til notkunar tímabundið með öðrum línum í Guinot (serum, maskar og leiðréttandi krem).

Þessar vörur eru til að styrkja virkni viðhalds- eða viðgerðarlínu til að hámarks árangur náist (hvert sem markmiðið er) og eru til í öllum snyrtivörulínum Guinot, hvort sem þörf er á næringu eða sefandi þætti.

Yfirleitt eru serum í hverri línu fyrir sig sem innihalda þrisvar sinnum meira af virku lykilefnum línunnar heldur en samsvarandi krem í línunni.

Heimasíða Guinot: www.guinotusa.com