BIOEFFECT

Li Egf Power Serum Group 2023 3 Approved

BIOEFFECT er framsækið íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu hreinna og áhrifaríkra húðvara. Sérstaða BIOEFFECT eru vaxtarþættirnir, einkum EGF, sem eru framleiddir úr byggi með aðferðum plöntulíftækni.

EGF (Epidermal Growth Factor) er vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. EGF gegnir afar mikilvægu hlutverki við að halda húðinni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. Samhliða hækkandi aldri dregur verulega úr náttúrulegri framleiðslu EGF og fyrir vikið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum: hrukkur og fínar línur fara að myndast, húðin þynnist og þurrkur eykst.

EGF úr byggi er lykilinnihaldsefni í vörulínu BIOEFFECT. Þetta endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Nýjasta vara BIOEFFECT, EGF Power Serum, er afar öflug formúla aðeins 12 hreinna og virkra efna. Þessir kraftmiklu húðdropar eru sérþróaðir til að vinna á sýnilegum merkjum öldrunar, draga úr litamisfellum og efla ysta varnarlag húðarinnar.

Hjá BIOEFFECT starfar öflugt vísindateymi að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á húðfrumum, vaxtarþáttum og hreinum og virkum innihaldsefnum til að hámarka virkni og áhrif BIOEFFECT húðvara.