Netverslun

Gjafakort í tannhvíttun

13.900 kr.

Magn

Langflestir hafa eitthvað sem þá langar til að bæta í útliti sínu og hvítari tennur er eitt af því sem trónir efst á þeim lista hjá mörgum. Ástæðan er einföld. Hvítar og vel hirtar tennur gefa til kynna ákveðið heilbrigði og ferskleika og er tannhvíttun líklega ein einfaldasta og þægilegasta fegrunaraðferðin sem í boði er. Útkoman kemur auk þess skemmtilega á óvart og viðskiptavinir okkar fara hæstánægðir frá okkur.

Meðferðin sjálf er þægileg, tekur 25-30 mínútur í rólegu umhverfi þar sem legið er í notalegum stól með mjúkt teppi og ljúfa tónlist. Okkar markmið er, eins og ávallt, að þeim sem heimsækja okkur líði sem allra best.