Magn
Húðslípun er vinsæl meðferð hjá okkur en við mælum helst með henni á haustin eða yfir vetrartímann. Húðin þéttist og fær sléttara yfirbragð og meðferðin gagnast vel á grófa og/eða örótta húð. Auk þess vinnur hún vel á fínum línum og kemur að miklu gagni fyrir þá sem eru með bólur.
Í húðslípun eru dauðar húðfrumur fjarlægðar af yfirborði húðarinnar. Með því móti eiga næringarefni greiðari leið ofan í húðina og nýtast því mun betur. Frumustarfsemin örvast og húðin endurnýjar sig hraðar. Meðferðina má endurtaka vikulega í nokkur skipti í samráði við okkur, allt eftir því á hverju verið er að vinna og laga.
Eftir að húðin hefur verið hreinsuð vel er hún slípuð með örfínum kristöllum. Því næst er valið serum sem hentar húðgerðinni og yfir það fer maski sem er hafður á í 10-15 mínútur. Að þeim tíma liðnum er maskinn tekinn af og krem, með góðri vörn, borið á húðina.
Meðferðin tekur um 90 mínútur.
Opið 9.00 - 18.00 á virkum dögum
og 10.00 - 14.00 á laugardögum
Garðatorgi 7, 210 Garðabær