Magn
Fallegar hendur eru mikil prýði og það verður sífellt algengara að konur og karlar leiti til fagmanns til að fá handsnyrtingu. Við notum mjög góða, sérhannaða línu frá Alessandro, sem vinnur gegn ótímabærri öldrun og viðheldur góðu ástandi handa. Viðskiptavinir geta valið úr stórri línu, allt eftir þörfum hvers og eins.
Handsnyrting tekur tiltölulega skamma stund miðað við hvað hún getur enst lengi og er punkturinn yfir i-ið í heildarútlitinu. Byrjað á því að þjala neglurnar og móta, síðan eru þær settar í volgt handabað svo auðvelt sé að fjarlægja naglaböndin, og neglurnar sléttaðar og bónaðar (oft kallað buffering). Í lokin eru hendurnar lakkaðar með glærri næringu og naglalakki í lit ef viðskiptavinurinn kýs það.
Meðferðin tekur oftast um 60 mínútur og vel hægt að kíkja í tímarit og fá sér kaffi og súkkulaði á meðan.
Opið 9.00 - 18.00 á virkum dögum
og 10.00 - 14.00 á laugardögum
Garðatorgi 7, 210 Garðabær