Magn
Andlitsbað hentar öllum sem vilja notalegt dekur og uppbyggjandi næringu fyrir húðina. Ástand húðarinnar er metið og meðferð ákveðin eftir því.
Í andlitsbaði er byrjað að hreinsa og djúphreinsa húðina. Gufa er sett á í u.þ.b. 8 mínútur og óhreinindi hreinsuð ef þörf er á. Því næst er 20 mínútna andlits- og herðanudd þar sem hægt er að ná fullkominni slökun. Eftir það er settur á maski fyrir augnsvæði, hálsinn og andlit sem hafður er á í 10 mínútur í slökun og kyrrð. Maskinn er hreinsaður af og gott augn- og andlitskrem sett á í lokin.
Andlitsbað er klukkustundar dekur sem allar konur og karlar ættu að leyfa sér.
Meðferðin tekur um 60 mínútur.
Opið 8.00 - 18.00 á virkum dögum
og 10.00 - 14.00 á laugardögum
Garðatorgi 7, 210 Garðabær