Bio Effect

BIO EFFECT eru frábærar og  háþróaðar vorur sem framleiddar eru á Íslandi.

Árið 2001 stofnuðu þrír vísindamenn ORF Líftækni. Markmið þeirra var að nota byggplöntu til að framleiða hreinni og virkari frumuvaka fyrir læknisfræðirannsóknir og lyfjaþróun. Þeir völdu bygg vegna þess að það er líffræðilega einangrað kerfi og vegna þess að byggfræið er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel til þess fallið að framleiða og geyma viðkvæm prótín eins og frumuvaka.

Árið 2015 var BIOEFFECT orðið eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði.

BIOEFFECT vörurnar eru seldar í yfir 1000 verslunum í 25 löndum.

Heimasíðu fyrirtækisins má finna hér: www.bioeffect.is